Um mig
Forritari með tæplega þriggja ára reynslu af full-stack þróun sem býr yfir metnaði, frumkvæði og aðlögunarhæfni. Ég hef unnið að fjölbreyttum verkefnum, meðal annars hjá KPMG, HR Monitor og í þróunarverkefninu Slóða, þar sem ég hef sinnt bæði bakenda- og framendaþróun, hönnun og verkefnastjórnun. Ég hef tekið þátt í því að móta hugmyndir, þróa lausnir frá grunni og koma þeim í virkni með áherslu á notendaupplifun, áreiðanleika og skalanleika. Ég hef brennandi áhuga á hugbúnaðarþróun og fæ innblástur af því að leysa flókin verkefni og skila vel útfærðum og notendavænum lausnum.

Starfsreynsla
Meðstofnandi Slóða, opins hugbúnaðar sem styður leiðbeinendur innan skátahreyfingarinnar á Íslandi við dagskrárgerð og viðburðaskipulagningu. Leiði þróun og hönnun framenda í Next.js með áherslu á viðmót og notendaupplifun. Stýri einnig vinnuhópum um þróun, prófanir og dagskrárgerð.
- Next.js
- TypeScript
- Node.js
- PostgreSQL
- Figma
- Docker
- Cloudflare
Þróun og hönnun á HR Monitor, SaaS-kerfi sem styður við mannauðsstjórnun með áherslu á að bæta starfsánægju og vinnustaðamenningu. Ég vann bæði að bak- og framendaþróun með Angular, ASP.NET Core og PostgreSQL og var jafnframt hluti af þjónustuveri þar sem ég veitti sérsniðinn stuðning viðskiptavinum í tengslum við mælingar og gagnagreiningu.
- Angular
- ASP.NET Core
- PostgreSQL
- TypeScript
- C#
- Figma
Vefhönnuður og forritari
Sjálfstætt starfandi
ágúst 2023 - maí 2024
Hannaði og setti upp veflausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ég vann með WordPress, PHP-einingar og JavaScript forritun og þróaði sérsniðnar lausnir með Next.js, Vue.js og React Native. Auk þess sinnti ég bæði hönnun og tæknilegri innleiðingu lausna.
- WordPress
- PHP
- JavaScript
- Next.js
- Vue.js
- React Native
Starfsnemi í hugbúnaðarþróun
KPMG ehf
janúar 2023 - maí 2023
Lokaverkefni B.Sc. náms við HR í samstarfi við KPMG. Ég þróaði full-stack veflausn ásamt þremur samnemendum, hafði yfirumsjón með Scrum vinnulagi og verkefnastýringu og sinnti bæði hönnun og forritun fram- og bakenda.
- Scrum
- Next.js
- MSSQL
Erindreki
Bandalag íslenskra skáta
nóvember 2021 - nóvember 2022
Skipulagði viðburði, fræðslu og dagskrárgerð fyrir skátastarf á landsvísu. Ég starfaði einnig við vefumsjón, birgðahald og í skátabúðinni, auk þess sem ég þjálfaði starfsfólk og sinnti markaðssetningu á starfsemi bandalagsins.
- WordPress
- PHP
- JavaScript
Menntun
B.Sc. í tölvunarfræði
Háskólinn í Reykjavík
júní 2023
Lokaverkefni unnið í samstarfi við KPMG sem fól í sér þróun á full-stack veflausn með áherslu á Scrum og verkefnastýringu.
Stúdentspróf af náttúrufræðibraut
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
maí 2017
Gilwell leiðtogaþjálfun
Gilwellskólinn við Úlfljótsvatn
janúar 2017
Lykilhæfni
Forritunarmál
- TypeScript
- JavaScript
- C#
- Python
- SQL
- PHP
- C++
Vefþróun
- HTML
- CSS
- React
- Angular
- Vue.js
- Next.js
- React Native
Bakendaþróun
- ASP.NET Core
- Django
- Node.js
Gagnagrunnar
- PostgreSQL
- MS SQL Server
DevOps & Skýjaþjónustur
- Docker
- Kubernetes
- AWS
- CircleCI
Hönnunartól
- Figma
- Adobe Photoshop
- Illustrator
Verkefnastjórnun & Vinnulag
- Scrum/Agile
- Hönnunarsprettir
- Sjálfstæð og teymisdrifin vinnubrögð
- Lausnamiðuð nálgun
Tungumál
- Íslenska (móðurmál)
- Enska (mjög góð)
Sjálfboðastarf
Stjórnarformaður / félagsforingi
Skátafélagið Svanir
febrúar 2019 - september 2024
Leiddi starfsemi Skátafélagsins Svana með ábyrgð á yfir 350 þátttakendum árlega. Ég sá um ráðningu og þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða fyrir sumar- og vetrarstarf, sinnti samskiptum við landssamtök, sveitarfélög og önnur félög og bar ábyrgð á stefnumótun, fjárhagsáætlun og faglegri framvindu félagsins.
Viðurkenningar
Forsetamerkið
Fékk viðurkenninguna fyrir framúrskarandi störf og þátttöku í skátastarfi á landsvísu, sem endurspeglar skátalögin og gildi hreyfingarinnar.
Þórshamar úr silfri
Fékk viðurkenninguna fyrir framúrskarandi og ósjálfselskt sjálfboðastarf í þágu skátahreyfingarinnar á landsvísu.
Hafa samband
Hafðu endilega samband ef þú ert með einhverjar spurningar eða ert með spennandi verkefni í huga!